Við sköpum einstakar upplifanir

Fyrirtækið Practical var stofnað árið 2004 og hefur vaxið ört síðan því eftirspurn eftir faglegri þjónustu sem er klæðskerasniðin að óskum hvers viðskiptarvinar til  upplifunar af öllu tagi eykst sífellt. Practical veitir framúrskarandi og fjölbreytta þjónustu til fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Við bjóðum upp á skipulagningu hverskyns viðburða, skemmtiferða, hvataferða, vinnuferða og ýmissa sérferða innanlands jafnt sem utan. Okkar markmið er að veita persónulega þjónustu sem sniðin er að hverjum hópi fyrir sig.

Starfsfólk Practical er í fremstu röð þegar kemur að því að tvinna saman skemmtun, einstaka upplifun og um leið ábyrga vinnu sem uppfyllir þau markmið sem viðskiptavinir okkar hafa sett sér. Við höfum þá skoðun að skemmtilegt og heillandi umhverfi skapi kjöraðstæður til að ná því besta fram hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Hjá okkur starfar hópur fólks með mikla reynslu,og ferskar hugmyndir. Hjá okkur  stundar starfsfólkið fagleg vinnubrögð og samvinnu sem er endalaus uppspretta gleði. Við hjá Practcal þekkjum það af eigin raun og í gegnum viðskiptavini okkar að gleði og samheldni er farsæl leið til árangurs. Það endurpseglast í gildum Practical sem eru:

Fagmennska – Gleði – Skapandi – Samvinna eru rauði þráðurinn í allri starfsemi Practical.

Við sérhönnum alla viðburði og ferðir í samræmi við þarfir og óskir viðskiptavina okkar. Þannig verða Practical viðburðir og ferðir óhefðbundnir, skemmtilegir, skapandi og ógleymanlegir. Þetta aðgreinir okkur frá keppinautunum og hefur leitt til þess að viðskiptavinir okkar leita nær undantekningalaust til okkar aftur og aftur.
Fyrsta skrefið að einstakri upplifun, að skapa færni til framtíðar og ná forskoti á markaði er að hafa samband við Practcal.