Hafðu samband ef þú ert að hugsa um hvataferð, hópefli, árshátíð, óvissuferð eða skemmtilegan dag fyrir þinn hóp.

Við hjá Practical leggjum höfuðáherslu á framúrskarandi þjónustu og persónuleg samskipti við viðskiptavini okkar. Við sérhönnum alla viðburði og ferðir í samræmi við þarfir og óskir viðskiptavina okkar. Þannig verða Practical viðburðir og ferðir óhefðbundnir, skemmtilegir, skapandi og ógleymanlegir. Þetta aðgreinir okkur frá keppinautum okkar og hefur leitt til þess að viðskiptavinir okkar leita nær undantekningalaust til okkar aftur og aftur.