Er árshátíð á næsta leiti?

Er fyrirtækið að flytja í nýtt húsnæði, áttu von á erlendum gestum eða viltu gera vel við viðskiptavini þína?

Viðburðir geta átt stóran þátt í að styrkja stöðu fyrirtækja og vel heppnaður viðburður fær fólk til þess að tala og deila  minningum um einstaka upplifun. Practical býr að tæplega 10 ára reynslu í skipulagningu viðburða og þekkir þá möguleika sem til eru þegar velja á staðsetningu, veitingamenn, listamenn, hönnuði og skemmtikrafta.

Hugmyndaauðgi, útsjónarsemi og reynsla af utanumhaldi og framkvæmd skapar líka traust  þar sem yfirmenn og stjórnendur fyrirtækja geta áhyggjulausir slakað á, notið og tekið þátt í viðburðum síns fyrirtækis. Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að Practical fari fram úr væntingum.

Hjá Practal búum við yfir mikilli þekkingu og reynslu í viðburðastjórnun. Við höfum á undanförnum árum getið okkur gott orð í skipulagningu, útfærslu og framkvæmd ýmissa viðburða fyrir íslensk jafnt sem erlend fyrirtæki bæði á Íslandi og erlendri grundu.

Hvert sem tilefnið er, þá útfærir Practical viðburðinn af fullkominni fagmennsku og gerir hann einstakan og til sóma bæði fyrir ykkur og okkur. Viðskiptavinir okkar leita nær undantekningalaust til okkar þegar kemur að skipulagningu næsta viðburðar. Það eru okkar bestu meðmæli.
Bókaðu fund með starfsfólki Practical og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

 

Markaðstengdir viðburðir

Þátttaka, upplifun, tenging

Markaðstengdir viðburðir eru sífellt að festa sig betur í sessi sem öflugt markaðstæki sem fyrirtæki geta  notað í sinni markaðssetningu. Markaðstengdir viðburðir hafa það fram yfir aðrar markaðsaðferðir að þar er lögð áhersla á þátttöku markhópsins. Mikil breyting hefur átt sér stað á undanförnum árum í þá átt að áhrif hefðbundinna auglýsinga fer síminnkandi og markaðurinn færist meira í átt að raunverulegri upplifun, þátttöku og neyslu. Vel heppnaður markaðstengdur viðburður er frábært markaðstæki fyrir fyrirtæki þegar markaðssetja á nýja vöru eða þjónustu, skerpa og treysta ímynd. Með þátttöku Practical  í markaðstengdum viðburðum geturðu verið viss um að skapa óviðjafnanlega upplifun og mynda þannig nánara samband við markhópinn. Fyrsta skrefið er að setja sig í samband við okkur og saman hefjum undirbúning að skapandi markaðssetningu sem tekið er eftir.

 

Móttaka viðskiptavina

Er fyrirtækið að fagna stórum áfanga, flytja í nýtt húsnæði eða viltu leyfa viðskiptavinunum að kynnast betur innviðum fyrirtækisins og þeim anda sem þar ríkir og treysta tengsl starfsfólks og viðskiptavina? Leyfðu okkur að taka þátt í deginum ykkar og koma með ferska sýn á hvernig þið getið haft sem mestan hag af slíkri heimsókn. Með því að fá fagfólk til verksins þá er líklegra að viðburðurinn verði fjárfesting til framtíðar og leiði til sterkari ímynd fyrirtækisins.

 

Árshátíðir

Samspil, hátíðleika og léttleika

Árshátíð starfsmanna er oftar en ekki einn stærsti árlegi viðburður starfsfólks og maka þeirra. Practical hefur mikla reynslu í að sjá um árshátíðir smárra jafnt sem stórra fyrirtækja.  Árshátíðir sem Practcal kemur að eru allar einstakar í sinni röð og sérhannaðar í hvert skipti. Hjá Practical tökum við oft óvæntan snúning á árshátiðinni bæði í mat, drykk, skemmtiatriðum, staðsetningu og einstakri umgjörð.

Árshátíðirnar geta verið þemakenndar þar sem veitingar og skemmtiatriði og öll umgjörð sameinast í að skapa einstaka upplifun. Practical hefur haldið árshátíðir  þar sem boðið hefur  verið upp á ferðalög aftur í tímann og allt sem snýr að árshátíðinni tileinkað einhverju ákveðnu tímabili eins og t.d. bannárunum, hernámsárunum og hippatímabilinu. Einnig er hægt að hafa ýmiss konar umgjörð tengda einhverju þema eins og t.d. glys og glamúr, Óskarsverðlaunahátíðinni, sirkus eða karnivalþema eða einhverju tónlistartímabili eða stefnu. Svo má alltaf halda árshátíð þar sem eitthvert ákveðið land eða heimsálfa er undirtónninn fyrir allt sem snýr að ársátíðinni. Hugmyndir okkar eru óþrjótandi og hægt að útfæra skemmtileg þemu á fjölbreyttan hátt og sníða að ykkar þörfum.

Árshátíðir Practical eru jafn ólíkar og þær eru margar en það er alltaf hægt að treysta að þær eru skemmtilegar og ógleymanlegar.