Mannauðurinn er dýrmætasta fjárfesting hvers fyrirtækis

Við hjá Practical hjálpum fyrirtækjum með ýmsu móti að auka ánægju, tryggð, samstöðu og árangur starfsfólks og þar með stuðla að betra og öflugra fyrirtæki sem er hæfara til að ná árangri.

 

Starfsdagar fyrir stór og smá fyrirtæki

Practical leggur mikinn metnað í undirbúning og framkvæmd starfsdaga fyrir stór sem smá fyrirtæki. Eins og önnur verkefni Practical eru dagarnir sniðnir út frá þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig og áhersla lögð á að uppfylla allar væntingar viðskiptavinanna og gera daginn einstakan.

 

Tilgangur starfsdaga

Hvort sem fyrirtækið er lítið eða stórt þá er alltaf nauðsynlegt að hafa starfsmenn með í ráðum þegar mikilvægir hlutir eiga sér stað innan fyrirtækisins eins og t.d. í stefnumótun, markmiðasetningu, breytingastjórnun markaðs og ímyndarvinnu. Flest öll fyrirtæki ganga einhverntíma í gegnum einhverskonar krísu sem er hluti af vexti og þróun allra fyrirtækja og þá er gott að hafa fagfólk til þess að leiða hópinn í leit að nýjum lausnum og tækifærum.

 

Undirbúningur og umsjón starfsdaga

Practical fundar með þínu fólki til þess að greina ykkar þarfir og óskir. Okkar þekking og reynsla skilar sér við undirbúning og umsjón starfsdaga enda skiptir gríðarlegu máli að velja rétta staðinn og þá dagskrá sem skilar markmiðum dagsins. Practical tekur að sér að finna heppilega staðsetningu fyrir daginn, ræður fyrirlesara og tekur að sér heildarumsjón með öllu sem lýtur að deginum Við leggjum áherslu á að vinna náið með forsvarsmönnum fyrirtækisinsog þannig gerum við daginn árangursríkan.