Ferðir án takmarkana

Practical býður uppá skemmtilegar sérferðir fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa.

Practical er ferðaskrifstofa með ferðaskrifstofuleyfi frá Ferðamálastofu og er auk þess meðlimur í Samtökum ferðaþjónustunnar og Ráðstefnuskrifstofu Íslands.
Practical býður upp á skemmtilegar sérferðir fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópa jafnt á Íslandi sem og á erlendri grundu. Við setjum saman ferðir í tengslum við viðburði hjá fyrirtækjum, hvort sem um er að ræða árshátíð, stórafmæli, ferð með viðskiptavini, vinnufund eða hvataferð á fjarlægar slóðir.
Við tökum að okkur allan undirbúning og sjáum um öll smáatriðin; hugmyndavinnu, val á áfangastað og gististað, bókanir, framkvæmd og vinnum náið með ykkar fólki. 
Við leggjum mikla áherslu á fyrsta flokks gististaði, rútur, afþreyingu og starfsmenn Practical fylgja verkefninu eftir alla leið; allt frá tilboðsvinnu þar til heim er komið.
Practical hefur meðal annars farið með hópa til:

•         Edinborgar
•         Kaupmannahafnar
•         Kulusuk
•         Brussel
•         Mónakó
•         Barcelona
•         Bratislava
•         Prag
•         Nice
•         Madrídar

Hafa ferðirnar bæði verið smáar í sniðum með aðeins 10 manns og allt upp í ferðir með yfir 500 manns. Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar aðeins það besta í  samvinnu við samstarfsaðila okkar á hverjum stað þ.e. fyrsta flokks gististaði, rútur, afþreyingu og sérfróða fararstjóra. Þannig kappkostum við að gera ferðirnar sem ánægjulegastar fyrir alla farþega hópsins.

Engar tvær ferðir eru eins hjá okkur því við vitum að hver vinnustaður og hver hópur hefur mismunandi þarfir og markmið. Við bjóðum þjónustu sem er sérsniðin að óskum hvers hóps og höfum á að skipa einvala liði sérfræðinga með mikla reynslu af skipulagningu og framkvæmd sérferða bæði innanlands sem utan.

 

Hópinn heim

Vertu höfðingi

Settu Ísland á kortið hjá þínum samstarfsaðilum um allan heim og um leið færðu frábært tækifæri til þess að efla tengslanetið og styrkja viðskiptatengsl við höfuðstöðvar þinna birgja/samstarfsaðila. Við sérhæfum okkur í ferðaþjónustu við fyrirtæki með áherslu á upplifun og viðburði. Öll umgjörð heimsóknarinnar er síðan útbúin út frá gildum og stefnu viðskiptarvinarins og hugað að öllum smáatriðum og merkingum. VIÐ VINNUM VINNUNA -ÞIÐ NJÓTIÐ OG NÝTIÐ. Endilega hafið samband og fáið kynningu um hvernig þitt fyrirtæki getur skapað sterkari viðskiptatengsl með því að vera höfðingi heim að sækja.