Bráðskemmtileg leið til að efla liðsheild 

Hvataferðir Practical njóta sívaxandi vinsælda og eru tilvaldar fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök.

Practical býður upp á ævintýralegar og spennandi hvataferðir fyrir  stóra sem smáa hópa. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytta, skemmtilega og fræðandi dagskrá, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Markmið hvataferða eru að auka þekkingu, skemmta starfsfólki og byggja upp liðsheild í léttu og skemmtilegu andrúmslofti. Það getur reynst skemmtilegt að blanda hvataferðum við fundi, árshátíðir, starfsmannadaga eða aðra viðburði hjá fyrirtækjum.
Engar tvær ferðir eru eins hjá okkur, enda hefur hver vinnustaður og hver hópur mismunandi þarfir og markmið sem starfsfólk Practical vinnur út frá. Við hjá Practical vinnum einungis með reyndum og traustum þjónustuaðilum til að tryggja örugga og fagmannlega útkomu.

Hvataferðir eru tilvaldar þegar þakka á starfsfólki fyrir vel unnin störf, fagna góðum árangri og/eða auka samheldni og þekkingu starfsmanna.  Notaðu tækifærið og komdu þínu fólki á óvart með frábærri hvataferð og náðu settu marki. Practical býr að mikilli reynslu af skipulagningu hvataferða  og má sjá hér á síðunni ýmsar hvataferðir sem Practical hefur skipulagt.  Eru hér einungis sýndar  tillögur að stakri afþreyingu  en að sjálfsögðu getur Practical séð um skipulagningu heils dags þar sem þessar hugmyndir eða aðrar eru nýttar inn í heildardagskrá sem oftar en ekki endar á kvöldskemmtun.

Hvataferðir hugmyndir

Sjáðu:

Skrifstofuleikar

Hvernig væri að bjóða upp á skrifstofuleika innan veggja fyrirtækisins þar sem deildir og svið etja kappi í æsispennandi keppni. Í sameiningu setjum við upp skemmtilega afþreyingu innanhúss hjá ykkur sem skapar ánægjulega stemningu í lengri tíma en hefðbundnar hvataferðir. Að lokum sláum við upp æsispennandi úrslitariðli þar sem keppt er til sigurs. Skrifstofuleikar Practical eru frábær lausn fyrir stærri fyrirtæki.

Frasinn

Frasinn er æsispennandi liðakeppni sem reynir á listræna hæfileika, útsjónarsemi og þekkingu á íslenskum málsháttum, dægurlögum og kvikmyndum. Skemmtilegur leikur sem hefur heldur betur slegið í gegn. Frasinn hentar fyrir 15-60 manna hópa og má gera ráð fyrir að taki um 1-1,5 klst. Leikinn má framkvæma innanhúss sem utan og hentar fyrir alla aldurshópa.
 

Spurt og sprellað

Ný og spennandi afþreying sem svarar þörfum þeirra sem vilja óvænta uppákomu á miðjum vinnudegi eða í lok dags. Einstaklega lifandi spurningakeppni sem fer fram innan veggja fyrirtækisins og reynir bæði á leikhæfileika þátttakenda, liðsheild og að sjálfsögðu þekkingu á fánýtum fróðleik í bland við skemmtilegar spurningar almenns efnis.

Aftur í skóla

Að fá tækifæri til að upplifa einn dag í grunnskóla aftur er ekki eitthvað sem allir hafa færi á. En á þessum stórskemmtilega hvatadegi Practical fá starfsmenn fyrirtækisins tækifæri til að skella sér aftur í skóla og rifja upp helstu þætti grunnskólanámsins, en að sjálfsögðu með Practical bragði. Þessi dagur hentar einstaklega vel fyrir meðalstóra hópa og tekur um 5 klukkustundir.

Mission Impossible

Leikurinn er æsispennandi leikur klæðskerasaumaður að hverjum hópi og því aldrei eins. Leikurinn er blanda af hugarþrautum, verkefnalausnum, spaugilegum úrlausnum og stútfullur að gleði. Þarna smíða hópeflismeistarar Practical verkefnalista með ótrúlegustu þrautum og áskorunum og kappkosta að gera verkefnin krefjandi og skemmtileg. Nýir leiðtogar fæðast og teymisvinnan er í algleymingi. Við skiptum í lið sem etja svo kappi í æsispennandi leik sem hægt er að framkvæma hvar sem er. Mission impossible er kapphlaup við tímann. Þarna reynir á árvekni og samvinnu og lofum við fjöri!

Vertu Viss

Vertu Viss er spurningaleikur sem vafalaust margir þekkja af RÚV enda sátu landsmenn límdir við sjónvarpstækin. Margir vildu spreyta sig og hér er komið tækifærið. Við bjóðum upp á sérsniðinn leik fyrir smærri og stærri uppákomur t.d. í lok starfsdags, á árshátíðinni eða bara sem uppbrot í lok vinnudags. Í Vertu Viss skiptum við starfsmannahópnum í nokkur lið og keppum í skoplegri og skemmtilegri spurningakeppni. Ótrúlega magnaður og taugatrekkjandi leikur sem hefur skemmtileg áhrif á liðsheildina. Hér er hlegið dátt.

Fiskidagurinn mikli

„Hífopp æpti karlinn – inn með trollið inn“. Fiskidagurinn mikli er dýnamískur dagur sem skilur eftir sig upplifun, minningar og markmiðasetningu fyrir hugaða þátttakendur. Markmið dagsins eru skýr – að kynna hugmyndafræði bókarinnar „Fiskur!“ og láta starfsmannaheildir setja sér mælanleg og skýr markmið í eflingu starfsandans út frá þessarri mögnuðu bók. Við skellum okkur í sjómannsgírinn, veltumst um og vöggum í æsandi leikjum og verkefnalausnum. Fiskidagurinn mikli tekur um það bil 2 – 3 klst og endar á fjörugum keppnisleikjum þar sem hetjur hafsins verða verðlaunaðar fyrir elju og þor. Allir í bátana og fulla ferð áfram.

Sirkus Geira

„Við í sirkus Geira Smart trúum því að hvítt sé svart“ sungu Spilverk Þjóðanna en flestir hafa heyrt talað um SMART markmiðasetningu en kunna henni þó ekki skil. Við bjóðum upp á hressandi dagskrá þar sem stuði og SMART markmiðasetningu er tvinnað saman í eitt litskrúðugt listaverk. Þar fá starfsstaðir tækifæri undir handleiðslu hópeflisteymis okkar að rýna í styrk- og veikleika sinna starfsstaða og setja sér krefjandi en mælanleg markmið. Við munum kafa djúpt í núverandi stöðu starfsstaðarins og sem teymi leitast við að finna leiðir til að gera gott – enn betur. Rekum féð í réttirnar! Sirkus Geira Smart tekur um það bil 3 klst og á deginum er lítið um leiki en mikið um samvinnu og samskipti.