Hópefli er notað til þess að auka samheldni, skilning og traust samstarfsfólks

Hjá Practical starfa sérmenntaðir hópeflisfræðingar sem hafa áralanga reynslu af hópavinnu og koma fljótt auga á hvernig bæta má árangur hópsins. Practical leggur mikla áherslu á að greina þarfir hvers hóps fyrir sig og setja upp hópefli í samræmi við það. Gjarnan fléttum við saman samvinnuþrautum og fyrirlestrum til að hámarka árangur dagsins. Í langflestum tilfellum vilja viðskiptavinir blanda hópefli saman við aðra dagskrá sem Practical skipuleggur.

Hópefli getur líka verið frábært til þess að brjóta upp starfsdag eða verið hluti af  hvataferð en Practical leggur þó alltaf áherslu á að aðskilja allt sem tengist keppni og hópefli.
 

Staðsetning hópeflis

Í nágrenni Reykjavíkur eru fjölmargir góðir staðir sem eru heppilegir fyrir hópefli. Við veljum að sjálfsögðu staðsetningu út frá dagskrá hópsins. Practical hefur tekið að sér skipulagningu hópeflis út um allt land en hér að neðan eru nokkrar hugmyndir.

•         Heiðmörk
•         Laugardalur
•         Ylströndin í Nauthólsvík
•         Hveragerði
•         Kjósin
•         Guðmundarlundur í Kópavogi
•         Þingvellir

 

Lengd hópeflis

Við mælum með að lágmarki einni og hálfri klukkustund og að hámarki þremur tímum í einni lotu. Hópefli má þó nota nokkrum sinnum yfir daginn til þess að brjóta upp vinnusmiðjur, fundi og starfsdaga.